Geirlandsá er án vafa ein af bestu sjóbirtingsám landsins. Veiðivon er fyrst og fremst mjög vænn sjóbirtingur með þó nokkurri laxveiði og bleikjuvon. Áin er 22 km löng bergvatnsá og á upptök sín í Geirlandsárbotnum sem er í 500-600 m hæð yfir sjávarmáli upp á vesturhálendi Kaldbaks. Fyrir neðan Hagafoss rennur áin í hrikalega fögrum gljúfrum sem breikka svo er neðar dregur en þar rennur áin í sveig um gljúfurbotninn og að lokum um flatlendi á malarbotni og söndum.
Ágætis veiði þrátt fyrir erfið skilyrði
Fínasta veiði hefur verið í Geiralandsá í apríl. Holl sem er þar að veiðum núna var komið með þrjátíu fiska eftir einn og hálfan dag. Þessir stóru er farnir að