Geirlandsá

Suðurland
Eigandi myndar: Haukur Þórðarson
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 18 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

3 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3000 kr. – 62000 kr.

Tegundir

Veiðin

Geirlandsá er án vafa ein af bestu sjóbirtingsám landsins. Veiðivon er fyrst og fremst mjög vænn sjóbirtingur með þó nokkurri laxveiði og bleikjuvon. Áin er 22 km löng bergvatnsá og á upptök sín í Geirlandsárbotnum sem er í 500-600 m hæð yfir sjávarmáli upp á vesturhálendi Kaldbaks. Fyrir neðan Hagafoss rennur áin í hrikalega fögrum gljúfrum sem breikka svo er neðar dregur en þar rennur áin í sveig um gljúfurbotninn og að lokum um flatlendi á malarbotni og söndum.

Gistimöguleikar

Veiðihús

Án þjónustu

Gott veiðihús er við ána með fjórum tveggja manna herbergjum (kojur), eldhúsi, setustofu, baðherbergi með salerni og sturtu. Eldhúsið er búið helstu raftækjum ásamt eldavél með bakarofni. Gasgrill er einnig á staðnum. Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkan 14 brottfarardag. Mönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl. Þeir leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.

Veiðireglur

Leyfð er fluga og spúnn í vorveiði, en fluga, spúnn og maðkur í sumar- og haustveiði. Leyfilegt er að hirða 3 fiska á stöng hvern dag. Fiskur sem menn telja að sé kominn í hrygningarfasa ber að sleppa og mönnum er ráðlagt að sleppa fiski sem er 70 cm og lengri.

Seld eru tveggja daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur), en frá 20. júní til 5. ágúst eru seldir 3 dagar saman (hálfur, heill, heill, hálfur dagur)

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er sem leið liggur eftir þjóðvegi 1 til Kirkjubæjarklausturs. Beygt er við hringtorgið á Kirkjubæjarklaustri og keyrt inn áfram um 3 km á veg 203 sem er Geirlandsvegur. Þar skammt innan við bæinn Geirland er tekin vinstri beygja inn heimreiðina að veiðihúsinu sem er staðsett í skógarlundi undir fjallinu Kylli.

Veiðisvæðið er um 12 km langt og nær frá Ármótum upp að Fosshyl – Hagafoss

Veiðikort 

Veiðistaðalýsing

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Örstutt frá Kirkjubæjarklaustri, Selfoss: um 200 km, Reykjavík: 260 km og Akureyri: um 630 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Geirlandsá

Ármótahylurinn alltaf sterkur

Gaf flesta fiskana í veiðitúrnum ,,Já við vorum að koma úr Geirlandsá veiðifélagarnir og fengum ellefu fiska og sá stærsti var 77 sentimetrar“ sagði Ari Little veiðimaðurinn snjalli en sjóbirtingsveiðin

Lesa meira »
Shopping Basket