Veiðin hóst í Andakílsá í Borgarfirði í gær og óhætt að segja að veiðin hafi byrjað vel, en það voru sjö laxar sem komu á land þennan fyrsta dag, þar af fimm tveggja ára laxar sem voru á bilinu 77 til 83 sentimetrar.
Þetta er besta byrjun árinnar svo vitað sé og virkilega ánægjulegt að sjá svona mikið líf í ánni.
Hrútafjarðará að opna í morgun
,,Við erum að opna Hrútafjarðará og ég er búinn að sjá fiska á tveimur stöðum, nokkra laxa,“ sagði Þröstur Elliðason, sem var að opna ána í morgunsárið.
„Laxinn hefur ekki tekið ennþá en vatnið er gott í ánni og allt getur gerst,“ sagði Þröstur enn fremur.
Laugardalsá að opna í kulda
„Við erum að opna Laugardalsá í dag en það er kalt hérna,“ sagði Axel Óskarsson í veiðihúsinu við ána en bætti við; „það er fínt að borða í kvöldmatinn,“ sagði Axel, sem opnaði ána líka í fyrra.
Hver áin að annarri opnar þessa dagana, byrjunin lofar góðu víða í fínu vatni.
Mynd: Sigurveig Runólfsdóttir með flottan tveggja ára lax úr opnun Andakílsár sem gaf sjö laxa.
Veiðar · Lesa meira