Andakilsá

Suðvesturland
Eigandi myndar: svfr.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Lax

Veiðin

Andakílsá er staðsett í Borgarfirði og á upptök sín í Skorradalsvatni. Í henni er margir fallegir veiðistaðir og hentar hún fluguveiðimönnum einstaklega vel. Áin lætur ekki mikið yfir sér en hún er oftar en ekki full af fiski og hafa margir veiðimenn tekið ástfóstri við þessa skemmtilegu á. Andakílsá var eitt sinn þekkt sem stórlaxaá, en nú er orðið frekar sjaldgæft að stórlaxar veiðist og er uppistaða veiðinnar smálaxar á bilinu 2 til 3 kg, og upp í 4.5 kg. Hefur meðalveiði á dagsstöng í Andakilsá oftar en ekki verið með þeim betri á landsvísu.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Nýlega var reist við ána stórglæsilegt veiðihús með 4 tveggja manna herbergjum með baði, auk stórs alrýmis með eldhúsi, borðstofu og stofu. Auk þess er vöðlugeymsla og forstofa. Úti á veröndinni er góður heitur pottur. Í tveggja daga hollum er húsið leigt með sængurfötum og handklæðum, en veiðimenn greiða aukalega þrifgjald.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða 2 laxa á stöng á dag. Skylt er að sleppa öllum laxi 70 cm og stærri

Þar sem stangirnar tvær eru aðeins seldar saman skipta veiðimenn sjálfir með sér veiðisvæðinu. Það eindregin ósk veiðiréttareigenda að veiðimenn taki hreistursýni af öllum veiddum fiski. Með hreistursýnum fást upplýsingar um uppruna og heimtur úr sleppingum sem veiðifélagið hefur staðið að.  Andakílsá var á árum áður þekkt fyrir stóra fiska og með því að drepa þá síðustu í þessum flokki í ánni er verið að eyða þessum stórlaxagenum.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er sem leið liggur um þjóðveg 1 í átt að Borgarnesi. Skömmu áður en ekið er yfir Borgarfjarðarbrúna er beygt til hægri inn Borgarfjarðarbraut (þjóðvegur nr. 50) og hún ekin sem leið liggur 9,2 kílómetra í áttina að Hvanneyri. Strax eftir að ekið hefur verið yfir brúna á Andakílsá er beygt til hægri, inn á Skorradalsveg (þjóðvegur nr. 508) og hann ekinn um einn kílómetra þar til komið er að afleggjara að veiðihúsi á hægri hönd.

Veiðisvæðið er um 8 km langt og nær frá Andakílsárfossum og niður að ósum árinnar. Fyrir ofan brú eru 15 merktir veiðistaðir og svo nokkrir ómerktir neðan brúar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 18 km, Reykjavík: 85 km, Akureyri: 318 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 85 km

Áhugaverðir staðir

Krauma – Deildartunguhver: 64 km, Barnafoss & Hraunfossar: 48 km, Húsafell: 55 km, Glanni & Paradísarlaut: 47 km, Eldborg: 64 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Kristján Guðmundsson, [email protected]

 

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Andakilsá

Andakílsá er skemmtileg veiðiá

Veiðiskapurinn gengur víða vel þessa dagana, vatn er mikið og fiskur að ganga á hverju flóði. Margar ár hafa gefið miklu meiri veiði en á sama tíma í fyrra sem

Lesa meira »

Nýtt veiðihús við Andakílsá

Veiðifélag Andakílsár byggir nú nýtt veiðihús fyrir veiðimenn sína.  Um er að ræða 168,5 fermetra tréhús á einni hæð með fallegu útsýni yfir ána og sveitina.  Skessuhornir trónir þar tignarlegt

Lesa meira »

Andakílsá byrjaði með látum

„Veiðin byrjaði vel hjá okkur í Andakílsá og núna eru komnir nítján laxar á land, á móti níu á sama tíma í fyrra,“ sagði Kristján Guðmundsson þegar við hittum hann við ána í

Lesa meira »

Uppselt og langur biðlisti í Andakílsá

Veiðileyfi í Andakílsá í Borgarfirði eru í fyrsta skipti í sölu hjá heimamönnum sjálfum. Síðustu tuttugu árin hefur áin verið leigð út til Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Ljósmynd HG/María Hrönn Magnúsdóttir með

Lesa meira »

Landeigendur selja leyfi í Andakílsá

Í haust rann út samningur Veiðifélags Andakílsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) um sölu veiðileyfa, en það samstarf hefur staðið í 20 ár.Veiðifélagið hefur í framhaldinu ákveðið að taka sjálft yfir

Lesa meira »
Shopping Basket