Andakílsá er staðsett í Borgarfirði og á upptök sín í Skorradalsvatni. Í henni er margir fallegir veiðistaðir og hentar hún fluguveiðimönnum einstaklega vel. Áin lætur ekki mikið yfir sér en hún er oftar en ekki full af fiski og hafa margir veiðimenn tekið ástfóstri við þessa skemmtilegu á. Andakílsá var eitt sinn þekkt sem stórlaxaá, en nú er orðið frekar sjaldgæft að stórlaxar veiðist og er uppistaða veiðinnar smálaxar á bilinu 2 til 3 kg, og upp í 4.5 kg. Hefur meðalveiði á dagsstöng í Andakilsá oftar en ekki verið með þeim betri á landsvísu.
Uppselt og langur biðlisti í Andakílsá
Veiðileyfi í Andakílsá í Borgarfirði eru í fyrsta skipti í sölu hjá heimamönnum sjálfum. Síðustu tuttugu árin hefur áin verið leigð út til Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Ljósmynd HG/María Hrönn Magnúsdóttir með