„Já við erum að opna Haukadalsá og það eru komnir fjórir laxar á land, allt tveggja ára laxar, en áin opnaði í gærdag,“ sagði Gunnar Helgason leikari, sem er að opna Haukadalsá í Dölum í hópi vaskra veiðimanna.
,,Þetta er rólegt en allt í lagi, fékk minn lax í Neðri Brúarhylnum og hann var 79 sentimetrar, bara gaman og fyrsti laxinn hjá mér í sumar. Hann tók rauða frances litla keilu,“ sagði Gunnar í lokin.
Lax sást fyrir nokkru í ánni og síðan er stutt í að Laxá í Dölum opni og fleiri laxveiðiár í Dölunum. Vatnsmagnið er fínt eftir miklar rigningar og spáin næstu daga er alls ekki þurrkur.
Mynd: Gunnar Helgason með fyrsta laxinn
Veiðar · Lesa meira