Haukadalsá

Vesturland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 17 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

5 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

68000 kr. – 224000 kr.

Tegundir

Veiðin

Haukadalsá á upptök sín í Haukadalsvatni sem er stærsta stöðuvatn Dalasýslu. Vatnið sér ánni fyrir stöðugum vatnsbúskap vel inn í ágúst jafnvel í verstu þurrkasumrum. Áin hefur verið kölluð hin fullkomna fluguveiðiá. Hún er einungis um 8 km löng en þó með um 40 merkta veiðistaði þannig að hér tekur hver veiðistaðurinn við af öðrum. Áin er kjörin fyrir flotlínu og smáar flugur og gárubragðið.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er notalegt og vel búið, staðsett á árbakkanum. Það er með 6 tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, sauna-klefi og heitur pottur. Einnig er góð vöðlugeymsla.  Full þjónusta er í húsinu frá 30. júní til  3. september. Frá opnun til 30. júní og svo frá 1. sept og út veiðitímann eru uppábúin rúm og þrif á skiptidögum. Húsgjald er innifalið í verði veiðileyfa.

Veiðireglur

Enginn kvóti er á silungsveiði

Kort og leiðarlýsingar

Beygt er af þjóðvegi 1 norðan við Borgarnes inn á þjóðveg 60 í átt að Búðardal. Skammt sunnan við Búðardal, áður en farið er yfir brúnna á Haukadalsá er beygt til hægri inn á veg 568 og svo strax til vinstri inn á bílaplanið við veiðihúsið.

Veiðisvæðið nær frá Vatnskvörninni og niður að Sjávarfljóti. Í ánni eru 40 veiðistaðir á um 8 km kafla, sem skiptist í 5 svæði

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Buðardalur: 10 km /  Reykjavík: 170 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 175 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, [email protected]  s: 568-6050

SVFR

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Haukadalsá

Shopping Basket