Fossálar er nokkuð vatnsmikil á sem á upptök sín sunnan undir Miklafelli á Austur-Síðuafrétti í um 600 m yfir sjávarmáli og fellur til Skaftár austast á Síðunni. Helst veiðist sjóbirtingur í Fossálum en þó veiðist þar bleikja snemmsumars. Haustveiðin og sjóbirtingurinn er hinsvegar aðalsmerki Fossála. Það eru margir fínir veiðistaðir með nokkrum djúpum hyljum í fallegu umhverfi. Rétt er að veita svæðinu Syðri-Ál nokkra athygli því þar er oft ágæt veiði þó það láti lítið yfir sér. Veiðin er bleikja fyrri hluta sumars og sjóbirtingur er líða tekur á.
Fish Partner tekur Fossála á leigu
Veiðifélagið Fish Partner er farið að selja veiðileyfi í Fossálana sem renna í Vatnamót, skammt austan við Klaustur. Fossálar eru einstaklega falleg veiðiá og í fyrsta skipti sem almenningi stendur