Fossálar

Suðurland
Eigandi myndar: svfk.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 18 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

25000 kr. – 45000 kr.

Veiðin

Fossálar er nokkuð vatnsmikil á sem á upptök sín sunnan undir Miklafelli á Austur-Síðuafrétti í um 600 m yfir sjávarmáli og fellur til Skaftár austast á Síðunni. Helst veiðist sjóbirtingur í Fossálum en þó veiðist þar bleikja snemmsumars. Haustveiðin og sjóbirtingurinn er hinsvegar aðalsmerki Fossála. Það eru margir fínir veiðistaðir með nokkrum djúpum hyljum í fallegu umhverfi. Rétt er að veita svæðinu Syðri-Ál nokkra athygli því þar er oft ágæt veiði þó það láti lítið yfir sér. Veiðin er bleikja fyrri hluta sumars og sjóbirtingur er líða tekur á. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Mjög gott veiðihús er við ána og er aðstaða eins og best verður á kosið. Húsið er rafvætt og í því eru tvö þriggja manna herbergi. Það er staðsett við hraunjaðarinn við Syðri-Ál í ákaflega fallegu umhverfi og er náttúrufegurð svæðisins einstök. Menn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið fyrir kl. 14:00 brottfarardag. Þeim ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl. Veiðimenn leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.

Veiðireglur

Sleppiskylda er á öllum fiski í vorveiði, en hirða má 2 fiska pr. dag á stöng í sumar- og haustveiði. Eingöngu er leyfð fluga í vorveiði, en fluga maðkur og spúnn í sumar- og haustveiði. Veitt er í tveggja daga hollum í vor- og haustveiði, en 4 daga hollum í sumarveiði (frá 20 júní – 7. ágúst).

Kort og leiðarlýsingar

Ekinn er þjóðvegur 1 sem leið liggur yfir brúna yfir Fossálana og tekinn fyrsti vegslóði til hægri af þjóðvegi 1 í gegnum merkt hlið. Þar er slóðanum fylgt, sem er vel merktur þar til að húsinu kemur.

Veiðisvæðið nær frá landamærum gegnt Orrustuhól og til merkja á Brunasandi þar sem veiðisvæði Vatnamóta tekur við. Syðri-Áll fylgir þessu svæði og eru upptök hans við hraunbrúnina, hjá veiðihúsinu og sameinast Fossálum á Brunasandi

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur er stutt frá, Selfoss: 208 km, Reykjavík: 267 km og Akureyri: 636 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Fish Partner – Fossálar 

Fish Partner s: 571 4545 – [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Fossálar

Fish Partner tekur Fossála á leigu

Veiðifélagið Fish Partner er farið að selja veiðileyfi í Fossálana sem renna í Vatnamót, skammt austan við Klaustur. Fossálar eru einstaklega falleg veiðiá og í fyrsta skipti sem almenningi stendur

Lesa meira »
Shopping Basket