„Í fjögurra stiga hita við veiðiskapinn, dugir ullinn vel,“ sagði Bubbi Morthens við Laxá í Aðaldal þar sem var skítakuldi í byrjun júlí og allra veðra von í veiðinni norðan heiða. En það á að hlýna á allra næstu dögum samkvæmt spánni svo þetta júlíhret er vonandi að klárast.
Bubbi Morthens klæddi sig vel í kuldanum í gær
„Sonurinn Brynjar Úlfur veiddi fyrsta laxinn sinn úr Laxá,“ sagði Bubbi, búinn að fá laxa í ferðinni. En ekki virðist mikið vera komið af fiskum úr ánni ennþá en fyrir nokkrum dögum sást töluvert ganga fyrir neðan Æðarfossa, svo allt getur gerst á næstu dögum. Laxveiðin hefur verið róleg í Laxá í Aðaldal síðan áin opnaði en líklega eru komnir 33 laxar á land.
Brynjar Úlfur Morthens með fyrsta laxinn sinn úr Laxá í Aðaldal
Veiðar · Lesa meira