Laxá í Aðaldal hefur löngum verið kölluð drottning laxveiðiáa á Íslandi. Hún kemur úr Mývatni, þá oftast kennd við Þingeyjarsýslu, og rennur um 56 km í fögru umhverfi í Skjálfandaflóa. Í efri hluti árinnar, þeim sem rennur um Mývatnssveit og Laxárdal, eru þekkt urriðasvæði og einnig er að finna gríðargóð svæði stuttu neðan Laxárvirkjun. Fyrir neðan urriðasvæðin tekur svo við 20 km laxveiðisvæði sem nú loksins, eftir mikla eftirvæntingu veiðimanna, er búið að sameina undir sama rekstrarfélag. Sennilega má segja að hvergi á Íslandi veiðist jafn margir stórlaxar og í Laxá í Aðaldal, hvert sumar koma nokkuð margir 20 pundarar á land og laxar sem eru yfir 30 pund sjást hvert sumar. Svæðið bíður upp á mikla möguleika m.a. fjölbreytta veiðistaði og fyrsta flokks gistingu.
Laxá með flesta hundraðkallana
Laxá í Aðaldal er ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að stærstu löxunum sem veiðast á Íslandi. Í dag veiddi Hafsteinn Orri Ingvason hundrað sentimetra fisk á Vitaðsgjafa. Þessi magnaði