Laxá í Aðaldal

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

12 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Lax

Veiðin

Laxá í Aðaldal hefur löngum verið kölluð drottning laxveiðiáa á Íslandi. Hún kemur úr Mývatni, þá oftast kennd við Þingeyjarsýslu, og rennur um 56 km í fögru umhverfi í Skjálfandaflóa. Í efri hluti árinnar, þeim sem rennur um Mývatnssveit og Laxárdal, eru þekkt urriðasvæði og einnig er að finna gríðargóð svæði stuttu neðan Laxárvirkjun. Fyrir neðan urriðasvæðin tekur svo við 20 km laxveiðisvæði sem nú loksins, eftir mikla eftirvæntingu veiðimanna, er búið að sameina undir sama rekstrarfélag. Sennilega má segja að hvergi á Íslandi veiðist jafn margir stórlaxar og í Laxá í Aðaldal, hvert sumar koma nokkuð margir 20 pundarar á land og laxar sem eru yfir 30 pund sjást hvert sumar. Svæðið bíður upp á mikla möguleika m.a. fjölbreytta veiðistaði og fyrsta flokks gistingu.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsin eru tvö talsins. Það er annarsvegar Veiðiheimilið Árnesi og hinsvegar Veiðiheimilið Vökuholti.

Það í Árnesi býður upp á þægilega setustofu og stóra borðstofu. Í því eru 8 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og 2 eins manns herbergi sem deila baðherbergi. Á veröndinni er nuddpottur, sem svo sannarlega er gott að nota á eftir eltingarleik við þann silfraða. Það eru svo afbragðs kokkar sem sjá um að færa veiðimönnum dýrindis 3 rétta máltíðir.

Í Vökuholti er aðstaða fyrir 24 aðila í 12 tveggja manna herbergjum, öll með sér baðherbergi. Í því er vel útbúin borðstofa og það ætti að fara vel um menn í rúmgóðri gestastofunni. Tignarlegt útsýni er frá húsinu til allra átta. Eins og í Árnesi, þá eru það eðal kokkar sem sjá um að kitla bragðlaukana hjá veiðimönnum.

Veiðireglur

Öllum laxi skal sleppt aftur að viðureign lokinni. Urriða má hins vegar hirða. Bátar eru til taks á nokkrum veiðistöðum og er notkun þeirra á ábyrgð þeirra sem þá nota. Menn eru vinsamlega beðnir um að nota vestin sem eru í veiðihúsinu.

Kort og leiðarlýsingar

Það nær frá veiðistaðnum Óseyri og hinir margrómuðu Æðarfossar eru neðsti veiðistaðurinn

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: um 10 km, Akureyri: um 68 km, Egilsstaðir: um 213, Reykjavík: 456 km og Keflavík: 498 km

Áhugaverðir staðir

Goðafoss: 39 km, Mývatn: 48 km, Ásbyrgi: 70 km og Hljóðaklettar: 81 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Hermóður Hilmarsson s: 895-7984, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Laxá í Aðaldal

Áslaug Arna með maríulaxinn í Laxá

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra fékk maríulaxinn sinn á kvöldvaktinni í Laxá í Aðaldal í gærkveldi. Þetta var glæsilegur 63 sentimetra hængur sem tók fluguna Valbein í Kistuhyl. Fyrir skömmu var Áslaug

Lesa meira »

Skítakuldi við Laxá í Aðaldal

„Í fjögurra stiga hita við veiðiskapinn, dugir ullinn vel,“ sagði Bubbi Morthens við Laxá í Aðaldal þar sem var skítakuldi í byrjun júlí og allra veðra von í veiðinni norðan

Lesa meira »

Hundraðkallar eða fjallkonur?

Hann Robert Taubman átti draumaaugnablikið í gær þegar 103 sentímetra hrygna tók svarta Sunrayinn hans í Grundarhorninu í Laxá í Aðaldal. Leiðsögumaður með honum var Árni Pétur Hilmarsson, Nesmaður og

Lesa meira »

Laxá í Aðaldal komin í 170 laxa

„Já við vorum að veiða systkynin síðustu daga í Laxá og fengum nokkra laxa,“ sagði Jón Helgi Björnsson, en hann var að veiða ásamt systur sinni Höllu Bergþóru Björnsdóttir í

Lesa meira »
Shopping Basket