Flottur maríulax úr Leirvogsá

Það rigndi aðeins en alls ekki eins mikið og átti að vera. Sumstaðar hleypti þetta aðeins lífi í veiðina en alls ekki nóg miðað við veðurspá. En þetta kemur vonandi á allra næstu dögum.

„Þetta var geggjað en konan veiddi maríulaxinn í Leirvogsá og það var verulega gaman,“ sagði Niels Valur Vest Jónharðsson um maríulaxinn hjá Guðdísi Eiríksdóttur fyrir fáum dögum.

„Við vorum bara hálfan dag í Leirvogsá en fórum síðan í Laxá í Miklaholtshreppi, en þar var lítið af fiski. Hún var snögg að landa maríulaxinum og næst er að ná í lax á fluguna, það kemur innan tíðar,“ sagði Niels Valur enn fremur.

Leirvogsá hefur gefið 266 laxa og mikið er af fiski í henni, það rigndi aðeins og aldrei að vita hvað gerist.

Guðdís Eiríksdóttir með maríulaxinn sinn úr Leirvogsá sem hefur gefið 266 laxa / Myndir Niels Valur

Veiðar · Lesa meira

Leirvogsá