Leirvogsá er spennandi og gjöful laxveiðiá í fögru umhverfi aðeins steinsnar frá höfuðborginni. Leirvogsá er dragá með lindarvatnsáhrifum og er vatnasvið hennar um það bil 85 km2. Hún rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 kílómetra löng, en fiskgengi hlutinn er um 8 kílómetrar. Umhverfi árinnar er einstakt með fjölda fallegra hylja og strengja og meðalveiði á stöng hefur freistað veiðimanna í Leirvogsá í gegnum tíðina. Vænn sjóbirtingur hefur gert sig heimankominn í Leirvogsá undanfarin ár og kætt veiðimenn á milli þess sem þeir landa laxinum. Í Leirvogsá eru veiðimenn í miklu návígi við laxinn og því vissara að fara varlega að hyljunum. Metveiði var árið 2008 og veiddust þá 1173 laxar í ánni.
Fyrstu fiskarnir úr Leirvogsá
„Já við vorum að koma úr Leirvogsá og það var skemmtilegt, fékk tvo fiska þar og félagi minn hann Magnús missti einn,“ sagði Björn Hlynur Pétursson þegar við spurðum um veiðina,