Leirvogsá

Suðvesturland
Eigandi myndar: svfr.is
Calendar

Veiðitímabil

25 júní – 22 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

30000 kr. – 78000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Leirvogsá er spennandi og gjöful laxveiðiá í fögru umhverfi aðeins steinsnar frá höfuðborginni. Leirvogsá er dragá með lindarvatnsáhrifum og er vatnasvið hennar um það bil 85 km2. Hún rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 kílómetra löng, en fiskgengi hlutinn er um 8 kílómetrar. Umhverfi árinnar er einstakt með fjölda fallegra hylja og strengja og meðalveiði á stöng hefur freistað veiðimanna í Leirvogsá í gegnum tíðina. Vænn sjóbirtingur hefur gert sig heimankominn í Leirvogsá undanfarin ár og kætt veiðimenn á milli þess sem þeir landa laxinum. Í Leirvogsá eru veiðimenn í miklu návígi við laxinn og því vissara að fara varlega að hyljunum. Metveiði var árið 2008 og veiddust þá 1173 laxar í ánni.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið, sem er komið nokkuð til ára sinna,  er í landi Norður-Grafar. í því er hvíldaraðstaða fyrir 4 manns. Þar er rafmagn, heitt vatn, eldunaraðstaða og vatnssalerni. Gámur sem stendur á bílastæðinu er notaður til að gera að afla. Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um veiðihúsið, ána og umhverfi hennar, ræsta húsið vel fyrir brottför og taka með sér allt rusl.

Veiðireglur

Maðkveiði er aðeins leyfð frá sjó og upp að “Gömlu brú”. Fyrir ofan “Gömlu Brú” er eingöngu fluga leyfð á tímabilinu. Veiðimenn skulu hittast við veiðihúsið í landi Norður- Grafa 15 mínútur áður en veiði hefst og skulu veiðimenn sammælast um svæðisskiptingu hverju sinni.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er um 8 km langt og nær frá ósi við Leirvog og upp að Tröllafossi

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reykjavík: 18 km, Keflavík: 60 km, Selfoss: 60 km og Akureyri: 370 km

Nestisstaðir

Mosfellsbær: 3 km

Veiðileyfi og upplýsingar

svfr.is/vefsala

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568-6050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Leirvogsá

Flottur maríulax úr Leirvogsá

Það rigndi aðeins en alls ekki eins mikið og átti að vera. Sumstaðar hleypti þetta aðeins lífi í veiðina en alls ekki nóg miðað við veðurspá. En þetta kemur vonandi

Lesa meira »

Fyrstu fiskarnir úr Leirvogsá

„Já við vorum að koma úr Leirvogsá og það var skemmtilegt, fékk tvo fiska þar og félagi minn hann Magnús missti einn,“ sagði Björn Hlynur Pétursson þegar við spurðum um veiðina,

Lesa meira »

Frábær byrjun í Leirvogsá í dag

„Já hún var frábær seinni parts vaktin á opnunardaginn í Leirvogsá, en við fengum þrjá laxa og einn flottan sjóbirting,“ sagði Einar Margeir, þegar við spurðum um stöðuna í Leirvogsá. Það

Lesa meira »

Tvíburarnir tóku kvótann í Leirvogsá

Tvíburarnir Magnús og Gunnar Gunnarssynir tóku kvótann í Leirvogsá í gær og voru frekar fljótir að því. Samtals lönduðu þeir sextán löxum á maðk og voru hættir frekar snemma. „Já,

Lesa meira »
Shopping Basket