Leirvogsá teppalögð af laxi á stóru svæði

Veiðin  hefur heldur betur tekið kipp síðustu daga og lax hellst inn í ána, enda er hún teppalögð af fiski á stórum hluta alla leið uppí Varnadalsgrjótin og jafnvel lengra. En fiskurinn mætti vera gráðugri að taka agn veiðimanna, þar sem hann hefur komið sér fyrir í ánni víða.

,,Þetta var meiriháttar gaman og svakalega mikið af fiski en hann er tregur“ sagði Jógvan Hansen sem var við veiðar í ánni í morgun, milli þess sem hann þeytist á milli staða og skemmtir með Friðriki Ómari. ,,Ég hef aldrei veitt hérna áður í þessari á og hún er verulega skemmtileg og ótrúlega mikið af fiski“ sagði Jógvan skömmu eftir að hann landaði 5 punda laxi.

,,Fiskurinn var alltaf að narta en tók ekki alveg“ sagði Petra Bender sem var að reyna að veiða maríulaxinn en það gekk ekki núna en kemur allt síðar. Það verður fjör að sjá næstu daga í ánni, áin er fullt af fiski og vatnið gott og fiskar að ganga á hverju flóði.

 

Rennt fyrir laxa en mikið er af fiski í ánni víða á stórum svæðum. – Myndir María Gunnarsdóttir

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Leirvogsá