Það eru rosalegir birtingar á sveimi um neôri svæði Eyjafjarðarár, þessi dægrin. Ingvar Hauksson og félagar duttu heldur betur í lukkupottinn um daginn en þeir lönduðu ma. fiskum frá 65 cm upp í 90 cm tröllum, sem fékkst á svaði III. Birtingarnir voru að taka bæði púpur og straumflugur af ýmsu tagi.
Það er gaman að segja frá pví að Ingvar, sem er búsettur erlendis, heimsækir Ísland árlega til þess að veiða sjóbirting i Eyjafjarðará og fleiri ám ásamt hópi veiðimanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart lengur að menn leggi á sig millilandaferðir til að veiða í þessari mögnuðu á sem liðast niður allan
Eyjafjörðinn enda sjóbirtingsveiðin í henni á pari við það besta sem í boði er hérlendis fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar á landinu.
Veiðar · Lesa meira