Krókavatn er heiðarvatn, austan Norðurár, á Holtavörðuheiði. Það liggur í 350 m hæð yfir sjó og er áætluð stærð þess 0.18 km². Ef ekið er norður yfir Holtavörðuheiði, þá er beygt útaf þjóðveginum við fyrstu malargryfjurnar sem eru á heiðinni. Ekið er í gegnum gryfjurnar og upp slóða sem liggur að vatninu. Vatnið er fallegt og þar er þokkalegur fiskur, bæði bleikja og urriði.