Gufuárvatn er lítið og snoturt vatn norðan bæjarins Valbjarnarvalla. Talsverð bleikja er í vatninu og er algeng stærð 1 – 2 pund. Til þess að komast að vatninu er sveigt af þjóðveginum til norðvesturs skömmu áður en komið er að Svignaskarði, ef komið er að sunnan. Liggur þessi vegur upp að Valbjarnarvöllum og þaðan má svo skrölta eftir slóða upp að vatninu.