Hólmavatn á Hólmavatnsheiði, ásamt Laxárvatni, eru nefnd Sólheimavötn eftir nærliggjandi bæ sem þau tilheyra. Hólmavatn er um 1 km² að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Góð veiði er í vatninu. Bæði má finna þar urriða og bleikju, þó að bleikjan sé á undanhaldi. Algeng stærð fiska er 1-2 pund. Þeir sem leggja leiða sína í Hólmavatn geta einnig veitt í Selvötnum og Gullhamarsvatni. Selvötnin eru stutt frá, en um 15 mínútna gangur í Gullhamarsvatn.