„Fyrsti laxinn er kominn úr Grímsá í Borgarfirði og alla vega tveir í viðbót,“ sagði Jón Þór Júlíusson við Grímsá fyrir nokkrum mínútum þegar þrír flottir laxar voru komnir á land en veiðin hóst í morgun í ánni.
„Fyrsti fiskurinn veiddist í Lækjarfossi 81 sentimetrar og pabbi fékk hann en þetta var snörp viðureign og var landað við Sýslumannsbrotið rétt fyrir neðan Laxfossinn. Þessi fyrsti kom á land eftir fimmtán mínútur og þetta byrjar vel,“ sagði Jón Þór enn fremur.
Júlíus Þ. Jónsson með fyrsta fiskirinn úr Grimsá í Borgarfirði
Veiðar · Lesa meira