„Þetta var bara vel gert hjá honum að veiða maríulaxinn sinn en hann hafði misst tvo í Laxfossi um morguninn en gafst ekki upp,“ segir Jón Þór Júlíusson um veiðimanninn unga Mána Bergmann sem veiddi maríulaxinn sinn í Grímsá í gær opnunardaginn og bætti við öðrum skömmu síðar.
„Hann veiddi fiskinn í Langadætti og fékk svo skömmu seinna annan lax, hann er framtíðarveiðimaður strákurinn. Það veiddust 8 laxar fyrsta daginn í ánni sem er fín veiði,“ sagði Jón enn fremur
Flókadalsá í Borgarfirði gaf 5 laxa fyrsta daginn og Norðurá í Borgarfirði er að komast í 150 laxa sem verður teljast góð veiði.
Maríulax Grimsá
Veiðar · Lesa meira