Þetta Hólmavatn er á Víðidalstunguheiði, í 470 m hæð yfir sjávarmáli og er áætluð stærð þess 0.62 km². Úr því fellur Öxná vestur til Víðidalsár, en í henni er lítil veiði. Góð veiði er hins vegar í vatninu: mest er um tveggja punda bleikju og má þakka það netaveiði landeigenda. Bleikjan var þetta um 300 g áður en netaveiði hófst af miklum krafti.