Flott veiði hjá unga veiðimanninum

Ýmir Andri og faðir hans Sigurður Sveinsson fóru í Elliðaárnar á barna- og unglingadegi hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um síðustu helgi og gerðu flotta veiði. Ýmir var að sjálfsögðu að veiða bara sjálfur og gerði sér lítið fyrir og setti í 12 laxa og landaði 6 af þeim. Setti hann í fisk á öllum veiðistöðum sem hann kastaði í og endaði á að taka 80 cm bolta 9 punda hæng í Hólsstreng og landaði honum af mikilli list. Frábær morgun i alla staði og pylsuveisla kl 13:00 eftir veiðina.

Ýmir Andri Sigurðsson

Dagurinn var frábær og veiðigleðin skein úr augum ungu veiðimanna á öllum aldri, enda mikið af fiski víða um ána og sumir vel vænir. Elliðaárnar eru komnar með 650 laxa sem betra en á sama tíma í fyrra og áin á ennþá eftir að bæta verulega við sig.

Ýmir Andri Sigurðsson með flottan lax /Mynd: Sigurður

Veiðar · Lesa meira

Elliðaár