Veiðiárnar eru á síðustu metrum þetta veiðitímabil og ég ætla ekki að tala um sumar. Veiðin var fín víða og betri en í fyrra alla vega. Flestar hafa bætt sig verulega enda vantaði ekki vatnið í árnar og fiskurinn kom í kjölfarið.
„Við vorum að loka Norðurá í Borgarfirði og fengum 44 laxa, en samt var kalt og norðanátt stóran hluta tímans,“ sagði Atli Einarsson, sem lokaði ánni með vöskum veiðimönnum og konum.
„Aðstæður voru verulega krefjandi en þetta gekk samt vel enda er mikill fiskur um alla á og mest ofarlega í henni. Mest voru laxarnir að taka rauða og svartar franses hjá okkur,“ sagði Atli enn fremur, sem ætlaði að enda sumarið á silungasvæðinu í Vatnsdalsá eftir nokkra daga.
Lokatölur eru á leiðinni úr mörgum ám þessa dagana og veiðin er töluvert betri en í fyrra, sem er jákvætt.
Atli Einarsson og Elías Pétur Þórarinsson. Elías verulega hress með fiskinn.
Veiðar · Lesa meira