„Já ég var að lenda úr Eystri Rangá og það gekk vel,“ sagði Björn Hlynur Péturssson í gærkvöldi og bætti við; „ég fékk sjö laxa og missti nokkra. Það var ekki hlýtt í morgun 5 gráður, en þetta gekk bara vel. Ég er búinn að veiða færri laxa en síðasta ár enda minna farið í veiðar. Það er fátt betra en veiðin, ég ætla eitthvað nokkra daga í vibót,“ sagði Björn enn fremur.
Kíkjum aðeins á veiði toppinn Ytri Rangá er komin í 4090 laxa, Miðfjarðará endaði í 2458 löxum, Þverá með 2239 laxa og Eystri Rangá að komast í 2000 laxa á næstu dögum.
Veiðisumarið er farið að styttast í annan endan en ennþá er hægt að veiða laxa og sjóbirtinga, tíminn er naumur, það er rétt.
Björn Hlynur Pétursson með laxa úr Eystri Rangá í gærdag
Veiðar · Lesa meira