Eystri Rangá

Suðurland
Eigandi myndar: Kolskeggur
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

18 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

47000 kr. – 195000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Eystri Rangá sameinast Þverá um 5 km austan við ármót Ytri Rangár og Þverár. Hún hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins. Meðalveði síðustu fimm ára er 4300 laxar á ári en sumarið 2020 veiddust 9070 laxar í ánni. Átak hefur verið gert í því síðustu ár að taka stórlax úr ánni í klak. Hefur það skilað þeim árangri að í Eystri Rangá er æ hærra hlutfall aflans stórlax og hefur veiðin að sama skapi aukis fyrr á tímabilinu.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið “Aurora Lodge Hotel” er staðsett á hæð fyrir ofan svæði 4 í ánni. Frá veiðihúsinu er stórfengleg fjallasýn; Hekla blasir við og í fjarska má sjá Eyjafjallajökul.

Veiðihúsið samanstendur af 10 byggingum sem eru allar tengdar með viðarverönd. Fyrir framan aðalbygginguna eru heitir pottar með útsýni yfir ána. Herbergin eru stór og annað hvort með tveimur einstaklingsrúmum eða hjónarúmi. Öll herbergin eru með sér salerni og sturtu. Í aðalhúsinu er góð veitingaaðstaða fyrir gesti og þar má tylla sér að lokinni veiði. Í húsinu er fullbúið eldhús þar sem framreiddur er dýrindis matur, matsalur, bar og setustofa.

Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma herbergi/hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur.

Veiðireglur

Veidd er eitt svæði á vakt með tveimur stöngum. Hoppað er yfir tvö svæði í svæðaskiptingu tvisvar en svo farið á næsta svæði fyrir neðan þar sem var byrjað. Sex daga veiði lítur því svona út: 9/6/3/8/5/2/7/4/1/9/6/3

Veiðibók liggur frammi í húsi umsjónarmanns við Veiðihús Eystri Rangár. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Um kvóta: Leyfilegt er að hirða 4 smálaxa undir 70cm á stöng á vakt. Sleppa skal laxi yfir 70cm án undantekninga og fá veiðimenn gjöf sleppi þeir stórlaxi í kistur.

Um agn: Einungis er leyfð fluga til hádegis 01.09, eftir það má veiða á blandað agn

Kort og leiðarlýsingar

Veiðsvæðið nær frá Tungufossi niður í ármót að veiðimörkum við Þverá í Fljóthlíð

Eystri-Rangá veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvorlsvellir: 5 km, Selfoss: 48 km, Reykjavík:105 km, Akureyri: 475 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 106 km

Veiðileyfi og upplýsingar

kolskeggur.is

Sala Veiðileyfa: Jóhann Davíð Snorrason s: 793-7979. Staðarhaldari: Gunnar s: 696-1200. Veiðihús s: 487 6680

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:30 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 20:30

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Eystri Rangá

Ytri Rangá heldur toppsætinu

„Þetta var helvíti skemmtilegur veiðitúr með konunni í Eystri–Rangá, fengum laxa og við vorum að hætta undir lokin, þegar hún setur í lax,“ sagði Jógvan Hansen þegar við heyrðum í honum, ný kominn

Lesa meira »

Eystri-Rangá komin yfir 2000 laxa

Nú hafa tvö þúsund laxar veiðist í Eystri-Rangá í sumar. Þar með er hún fyrsta áin sem nær þeirri tölu. Ytri-Rangá er ekki langt undan og nær þessari tölu á

Lesa meira »

Eystri-Rangá fyrst yfir þúsund laxa

Eystri-Rangá varð fyrsta laxveiðiáin í sumar til að brjóta þúsund laxa múrinn. Jafnvel var búist við að Norðurá yrði fyrsta áin til að ná þessari tölu, en Eystri-Rangá er að

Lesa meira »

Stórleikarinn í stuði í Eystri-Rangá

Það er skammt stórra högga á milli hjá stórleikaranum, Þorsteini Bachmann í veiðinni. Hann lauk nýverið tökum í Laxá í Aðaldal, þar sem kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin var tekin upp.

Lesa meira »
Shopping Basket