Eystri Rangá gefið 3250 laxa – fyrsti flugulax Guðrúnar Maríu

„Við lönduðum átta löxum en settum í fleiri sem sluppu, þetta var fínn veiðitúr,“ sagði Þorsteinn Einarsson sem var að koma úr Eystri Rangá þar sem dóttir hans fékk fyrsta flugulaxinn sinn.  Eystri Rangá situr í öðru sætinu með 3250 laxa en Ytri Rangá er lang efst með 4260, síðan Miðfjarðará með 1400 laxa.

„Já dóttirin veiddi fyrsta flugulaxinn sinn, hún Guðrún María og bætti um betur, landaði þremur löxum og missti tvo. Fyrsti laxinn sem tók fluguna  hjá henni, tók rauða frances túpu með kúluhaus. Hún var nokkuð lengi með hann, ætlaði alls ekki að missa laxinn og að lokum náðist hann,“ sagði Þorsteinn.

Ljósmynd/Guðrún María Þorsteinsdóttir með sinn fyrsta lax á flugu

Veiðar · Lesa meira

Eystri Rangá