Kleppuvatn er á vatnaskilum Haukagilsheiðar og Víðidalstunguheiðar, stutt frá Hásteinsvatni, Baðstofuvatni, Hólmavatni og Melrekkuvatni. Vatnið er í 450 m hæð yfir sjó og áætlað 0.20 km² að flatarmáli. Þarna er oft hægt að fá mikla veiði á stöng en bleikjan er þó í smærri kantinum. Eins og með önnur vötn á þessu svæði, þá er aðgengið erfitt og leggja þarf á sig nokkurt labb.