Nesvötn eru stutt frá Laxárvatni á norð-vestanverðri Skagatánni. Þau eru tvö og er það austara 0.36 km² en það vestara mun minna eða 0.08 km². Þau liggja í 70 m hæð yfir sjó. Bæði bleikja og urriði eru í vötnunum, ágætur fiskur að mestu. Þannig háttar til að enginn vegur liggur að vötnunum og er einfaldast að fara á tveimur jafnfljótum frá Laxárvatni.