„Þetta er fimmta árið mitt í vorveiði í Geirlandsá og það var kominn tími að við fengum gott veður, það var næstum of gott, logn, skýjað og 10° hiti,“ segir Helga Gísladóttir sem var í Geirlandsá.
„Í hollinu komu 63 fiskar á land, náði sjálf 7 frá 55 cm upp í 88 cm og allt flottir fiskar. Fiskurinn var mikið að elta flugurnar en ekki alveg nógu duglegur að taka þær. Tveir tóku t.d. þegar ég var að lyfta upp línunni. Allar stangir lönduðu fiskum, sem var gleðilegt enda hópurinn mis vanur að vera í sjóbirtingsveiði. Það var geggjað að vera fyrir neðan brú og sjá nokkur tröll koma syndandi upp ána, það var eins og það væri kafbátar á ferð áin ólgaði en hún er ekki mjög djúp þarna og þess vegna sá maður þetta svona vel. Bara geggjuð ferð í alla staði. Geggjaður matur sem hamfaragrillarinn græjaði, smá bras, fastur bíll en það er ekki fært fyrir minni jepplinga niður að áramótum. Komumst að því „the hardway“ en það reddaðist. Frekar mikið í ánni og hefur væntanlega hækkað við þessar rigningar sem komu eftir að við fórum,“ sagði Helga í lokin.
Ljósmynd/Helga Gísladóttir með fisk úr Geirlandsá
Veiðar · Read More