Fara frekar í veiði en að kaupa sér hjólhýsi

Þriðji þátturinn af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur hér fyrir neðan. Í þættinum kíkir Gunnar í Norðurá, eina bestu laxveiðiá landsins, og fylgist þar með hjónunum Viktori Svein Viktorssyni og Birnu Dögg Jónsdóttur freista þess að veiða í bongóblíðu í Borgarfirði. Þau hjónin eru mikið áhugafólk um veiði og leyfa sér nokkra túra á ári, frekar en að kaupa sér hjólhýsi, grínast Viktor Sveinn með.  Áin þeirra er þó Mýrarkvísl, en hana hafa þau heimsótt í ellefu ár í röð, og hafa fengið góða veiði þar í gegnum árin.

Viktor Sveinn starfar hjá flugfélaginu Atlanta og flýgur út um allan heim allt árið um kring en segir það yndislegt að koma út í guðsgræna náttúruna og njóta þess að veiða þegar færi gefst.

Fókus
Sunnudaginn 13. apríl 2025 10:00

Ljósmynd/Norðurá er ein besta laxveiðiá landsins

Veiðar · Lesa meira

Norðurá