Fengu þrjá fiska í Hlíðavatni

„Við vorum að koma úr Hlíðarvatni í Selvogi bræðurnir þegar hitabylgjan gekk yfir og við fengum þrjá fiska. Það var fullt af fiski en hann var tregur að taka í þessum hita,“ sagði Birgir Nielsen þegar við heyrðum í honum.

„Já við kíktum upp við Hlíðarvatn, alltaf gaman að koma þangað en fiskarnir voru vel saddir í flugunni sem sveimaði yfir og við vatnið. Við vorum í okkar árlegu vorferð strákarnir og þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Ég hef einu sinni verið þarna í svona bongó og var með gamla 1985 og hann veiddi þá 120 fiska. Nú gengur maður með það í maganum að gefa út veiðisögur um kallinn eftir hina og þessa, hann á það skilið,“ sagði Birgir.

Ljósmynd/Birgir Nielsen

Veiðar · Lesa meira

Hlíðarvatn í Selvogi – Árblik