Hlíðarvatn í Selvogi – Árblik

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

7500 kr. – 8500 kr.

Tegundir

Veiðin

Híðarvatn í Selvogi hefur um árabil verið eitt af gjöfulustu sjóbleikjuvötnum landsins. Mesta dýpi þess er um 5 metrar og að flatarmáli er það rúmir 3,3 km². Afrennsli þess er um Vogsós en vatnið sprettur upp úr hrauninu um ótal uppsprettur. Hlíðarvatn er afar spennandi veiðivatn og þar veiðast á sumri hverju bleikjur í þúsundatali. Þar er um að ræða fisk sem þykir afar ljúffengur og skemmtilegur við að eiga. Flestir eru fiskarnir 0,5-1 pund en á sumri hverju veiðast fáeinir 5 punda fiskar og jafnvel stærri. Auk sjóbleikjunnar hefur stöku lax veiðst í vatninu.

Stangaveiðifélagið Árblik er eitt þeirra félaga sem leigir veiðirétt í Hlíðarvatni. Það var stofnað 1988. Félagið leigir út 2 stangir ásamt veiðihúsi og eru stangirnar leigðar út saman.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Þarna er ágætt veiðihús, svefnpláss fyrir 5  og aðbúnaður hinn ágætasti. Sólarsella er á húsinu og sér því fyrir rafmagni. Leigutaki þarf að hafa með sér diskaþurrkur og borðtuskur, þrífa húsið vel fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Hann ber ábyrgð á skemmdum á húsinu er orðið geta meðan á dvöl hans stendur. Gott veiðikort er í veiðihúsinu og þar er einnig veiðibók.

Veiðireglur

Hefja má veiðar kl. 20:00 kvöldið fyrir úthlutaðan veiðidag og þeim skal ljúka sólahring síðar. Að öðru leyti er veiðitími frjáls.  Veiðihúsinu skal skilað fyrir kl.19:00 fyrir næstu veiðimenn. Menn eru hvattir til sýna ávallt góða umgengni og virða almennar siðareglur.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má allt vatnið. Gott kort af veiðisvæðinu er í veiðihúsinu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórlákshöfn: 26 km, Selfoss: 52 km, Hafnarfjörður: 40 km, Reykjavík: 57 km og Akureyri: 446 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

veida.is Hlíðarvatn Árblik

uppl. s: 897-3443

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hlíðarvatn í Selvogi – Árblik

Shopping Basket