Sterkar göngur á kvöldflóðinu

„Við fengum nokkra laxa hollið en það voru að koma sterkar göngur á kvöld flóðinu í gærkvöldi,“ sagði Skúlisigurz Kristjánsson en hann var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit um hádegi í dag, en laxinn er að ganga í ána þó vatnið sé lítið ennþá.

„Það voru ekki miklar rigningar hérna, aðeins dropar á svæðinu í gær en það voru sterkar göngur að koma á flóðinu. Líklega 70 til 100 laxar að ganga svo þetta verður gott á næstunni. Laxveiðin hefur verið róleg en stórir og sterkir sjóbirtingar verið að veiðast, flottir fiskar, 55 til 66 sentimetra fiskar. Það þarf rigningu,“ sagði Skulisigurz enn fremur

Elka Guðmundsdóttir með flottan lax úr Laxá i Leirársveit/ Mynd: Skulisigurz

Veiðar · Lesa meira

Laxá í Leirársveit