Laxá í Leirársveit er skemmtileg laxveiðiá sem hefur verið með aflahæstu ám landsins undanfarin ár hvort sem er miðað við fjölda laxa eða fjölda laxa á stöng á dag. Veiðstaðir, sem eru um 70 talsins, eru fjölbreyttir og aðgengi mjög gott að ánni. Áin er gríðalega skemmtileg fluguveiðiá. Laxastigi var byggður í Eyrarfossi árið 1950 og endurbyggður 1970. Áin geymir einn nafntogaðasta veiðistað landsins, hið magnaða Miðfellsfljót. Helst reynist vel að nota smáar flugur á laxinn í Leirársveitinni og micro-hitch.

Sterkar göngur á kvöldflóðinu
„Við fengum nokkra laxa hollið en það voru að koma sterkar göngur á kvöld flóðinu í gærkvöldi,“ sagði Skúlisigurz Kristjánsson en hann var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit um hádegi