Frábær veiði í Jöklu í fáranlegum aðstæðum

Hitabylgja er venjulega ekki efst á óskalista veiðimanna en það virðist ekki skipta máli í Jöklu þessa dagana. Þar er lofthiti á milli 20- 30 gráður og vatnshitinn náð allt að 20 gráðum líka í minnsta júlívatni sem við höfum fengið hingað til. Þrátt fyrir það eru góðar göngur og mikil tökugleði og í gær komu td 27 laxar á land í þessum aðstæðum! Læt fylgja með mynd af enskri veiðikonu með vænan Jöklulax í hitanum.

Og Hrútafjarðará hefur verið erfið í sumar en er aðeins að lifna við og sannkallaður stórlax kom þar á land í gær. Var það 101 cm hængur úr Hamarshyl á lítinn svartan Frances cone hjá Ragnari Guðmundssyni.

Ljósmynd/Ragnar Guðmundsson með 101 cm hæng úr Hrútafjarðará

Veiðar · Lesa meira

Jökla