Drottningin Laxá í Aðaldal blessaði Sigvalda Lárusson í gær, en hann veiddi stærsta lax sumarsins, glæsilegan hæng sem mældist 106 cm (52cm ummál) en hann kom á veiðistaðnum Höfðahyl og tók Metallica.
Laxá í Aðaldal hefur gefið 510 laxa þetta sumarið og þeir stóru að taka þessa dagana.
Næsti lax er úr Miða í Dölum 105 cm í öðru sæti yfir stærstu laxana.
Ljósmynd/Sigvaldi Lárusson með risann
Veiðar · Lesa meira