Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn, skammt frá ósum Öxarár, og þar er helsta hrygningarstöð urriðans í vatninu. Urriðinn sveimar um svæðið í torfum á vorin og getur veiðin orðið ævintýraleg ef menn hitta á eina slíka. Þarna er stórbrotið hraunsvæði, með gjám og hraunköntum, sem margir telja fallegasta veiðisvæði Þingvallavatns. Fiskarnir eru mjög stórir, jafnvel yfir 20 pund. Meðalstærðin er þó um 4 kg. Kárastaðalandið er að hluta innan þjóðgarðsins og eru veiðileyfi seld sérstaklega og því gildir Veiðikortið ekki þarna. Margir góðir veiðistaðir eru við Kárastaðalandið og ástæða til að geta Rauðukusuness sem hefur gefið margan urriðann.
Skítakalt við veiðina fyrstu dagana
Það hefur verið skítakuldi við veiðiskapinn fyrstu klukkutímana sem veiðin mátti byrja, eða eins og einn veiðimaðurinn sagði; „maður þurfti að berja sig áfram við að nenna þessu skal ég