Vænn urriði á land við Kárastaði

„Þetta var skemmtileg barátta og stóð í yfir 20 mínútur,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem var á veiðislóðum í dag og landaði þessum væna urriða sem reyndist 93 sentimetra langur. Veiðin hefur verið ágæt víða um land og veiðimenn að fiska sæmilega, þó mætti vera aðeins hlýrra. Það hlýnar í næstu viku sem hefur sitt að segja þegar fiskar og veiðimenn eru annars vegar. Björn Hlynur og félagar veiddu við Kárastaði á Þingvöllum og þar fengu þeir félagar þrjá fína fiska.  „Urriðinn tók Dentist Leack og baráttan var verulega skemmtilegt, það er að hlýna í veðri og allt að koma,“ sagði Björn Hlynur ennfremur.

Mynd. Björn Hlynur Pétursson með 93 sentimetra urriðann við Kárastaði. 

Veiðar · Lesa meira

Þingvallavatn – Kárastaðir