Svínavatn er sunnan við vegamót Skálholsvegar nr. 35 og Laugarvatnsleiðar nr. 37. Vatnið er í 90 m hæð yfir sjávarmáli og er flatarmál þess 44 km². Í því er silungur og er veiði aðeins frá einum stað, vatnsleiðabryggjunni. Veiðimöguleikar eru oftast nær bestir snemma á morgnana og einnig á kvöldin. Veiði hefst um leið og ísa leysir sem er oftast í maí. Mest veiðist á flugu en illa hefur gengið að fá fiskinn til að taka maðk.