Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð. Við vatnið stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt, mesta dýpi um 2 metrar, með leirkenndan botn. Í vatninu er bleikja og möguleiki á að lenda í góðri veiði. Gott er að veiða á vorin þar sem heita vatnið rennur í vatnið fram undan Laugarvatnsþorpinu. Bleikjan á það til að halda sig þar í hitaskilunum. Laugarvatn er í raun samtengt við Hólaá og Apavatn. Nokkrir bæir eiga land að vötnunum og Hólaánni og selur hver og einn fyrir sínu landi. Veiðin er best á vorin og fyrri part sumars.
Fengum eina góða bleikju
„Við fengum eina 53 sentimetra bleikju og misstum aðra svipaða, annars var rólegt í Brúará“ sagði Helgi Stefán Ingibergsson sem var í Brúará. En margir hafa tekið ástfóstri við ána og