Laugarvatn

Suðurland
Eigandi myndar: Tómas Skúlason
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

6000 kr. – 6000 kr.

Tegundir

Veiðin

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð. Við vatnið stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt, mesta dýpi um 2 metrar, með leirkenndan botn. Í vatninu er bleikja og möguleiki á að lenda í góðri veiði. Gott er að veiða á vorin þar sem heita vatnið rennur í vatnið fram undan Laugarvatnsþorpinu. Bleikjan á það til að halda sig þar í hitaskilunum. Laugarvatn er í raun samtengt við Hólaá og Apavatn. Nokkrir bæir eiga land að vötnunum og Hólaánni og selur hver og einn fyrir sínu landi. Veiðin er best á vorin og fyrri part sumars. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Gistimöguleikar á svæðinu: www.south.is

Veiðireglur

Veiðimenn sem kaupa leyfi í Hólaá fyrir landi Úteyjar, mega einnig veiða í hluta Laugarvatns. Þegar veiðimenn mæta til veiða, skal fyrst stoppa á bænum til að fá upplýsingar um númer á hliði sem þarf að fara um, til að komast niður að vatni. Að loknum veiðidegi er mikilvægt að skila inn veiðitölum.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Laugarvatn er stutt frá Selfossi: um 40 km, Reykjavík: um 82 km, Akureyri: 406 km

Áhugaverðir staðir

Laugarvatn Fontana: 6 km, Geysir: um 34 km, Gullfoss: 44 km, Reykholt: 27 km og Skálholt: 24 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Útey s: 486-1194 & Austurey s: 486-1196

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laugarvatn

Fengum eina góða bleikju

„Við fengum eina 53 sentimetra bleikju og misstum aðra svipaða, annars var rólegt í Brúará“ sagði Helgi Stefán Ingibergsson sem var í Brúará. En margir hafa tekið ástfóstri við ána og

Lesa meira »
Shopping Basket