Laugarvatn

Suðurland
Eigandi myndar: Tómas Skúlason
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

5 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

10000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð. Við vatnið stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt, mesta dýpi um 2 metrar, með leirkenndan botn. Í vatninu er bleikja og möguleiki á að lenda í góðri veiði. Gott er að veiða á vorin þar sem heita vatnið rennur í vatnið fram undan Laugarvatnsþorpinu. Bleikjan á það til að halda sig þar í hitaskilunum. Laugarvatn er í raun samtengt við Hólaá og Apavatn. Nokkrir bæir eiga land að vötnunum og Hólaánni og selur hver og einn fyrir sínu landi. Veiðin er best á vorin og fyrri part sumars. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Gistimöguleikar á svæðinu: www.south.is

Veiðireglur

Laugarvatn í landi Úteyjar fylgir veiðileyfum í Hólaá. Þegar veiðimenn mæta til veiða, skal fyrst stoppa á bænum til að fá upplýsingar um númer á hliði sem þarf að fara um, til að komast niður að vatni. Að loknum veiðidegi er mikilvægt að skila inn veiðitölum.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Laugarvatn er stutt frá Selfossi: um 40 km, Reykjavík: um 82 km, Akureyri: 406 km

Áhugaverðir staðir

Laugarvatn Fontana: 6 km, Geysir: um 34 km, Gullfoss: 44 km, Reykholt: 27 km og Skálholt: 24 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laugarvatn

Fengum eina góða bleikju

„Við fengum eina 53 sentimetra bleikju og misstum aðra svipaða, annars var rólegt í Brúará“ sagði Helgi Stefán Ingibergsson sem var í Brúará. En margir hafa tekið ástfóstri við ána og

Lesa meira »
Shopping Basket