Hafliðakotsvatn tilheyrir Árborg en það liggur á mörkum Eyrarbakka- og Stokkseyrarhreppa. Það er 0.11 km² að flatarmáli og í ekki nema 5 metra hæð yfir sjávarmáli. Úr vatninu rennur Hraunsá, um Skerflóð og til sjávar og er einnig veitt í henni. Í Hafliðakotsvatni og í Hraunsá er að mestu sjóbleikja og sjóbirtingur og að sögn manna er þarna mikið af fiski.