Gíslholtsvötn eru í Holtshreppi, skammt austan Þjórsár. Tvö vötn eru á svæðinu, það Eystra- og hins vegar Vestra. Eystra Gíslholtsvatn er um 1,6 km² að flatarmáli og í 65m hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpt er um 8 m en meðadýpt um 2,5 m. Töluvert mikið er af fiski í vatninu, bæði urriði en þó einkum bleikja. Bleikjan er fremur smá en urriðinn getur verið ansi vænn. Ýmsir sem lagt hafa rækt við vatnið hafa náð mjög góðum árangri. Nokkuð jöfn veiði er í vatninu yfir sumarið en urriðinn tekur yfirleitt sérstaklega vel fyrri hluta sumars.
Tók í fyrsta kasti hjá Benedikt
Silungsveiði hefur víða gengið ágætlega og fiskurinn sem veiðist er vænn og kemur vel undan vetri. Flott veiði í Hlíðarvatn í Selvogi eins og við sögðum frá um daginn. Hraunfjörðurinn