Eystra Gíslholtsvatn

Suðurland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

20 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

1000 kr. – 1000 kr.

Tegundir

Veiðin

Gíslholtsvötn eru í Holtshreppi, skammt austan Þjórsár. Tvö vötn eru á svæðinu, það Eystra- og hins vegar Vestra. Eystra Gíslholtsvatn er um 1,6 km² að flatarmáli og í 65m hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpt er um 8 m en meðadýpt um 2,5 m. Töluvert mikið er af fiski í vatninu, bæði urriði en þó einkum bleikja. Bleikjan er fremur smá en urriðinn getur verið ansi vænn. Ýmsir sem lagt hafa rækt við vatnið hafa náð mjög góðum árangri. Nokkuð jöfn veiði er í vatninu yfir sumarið en urriðinn tekur yfirleitt sérstaklega vel fyrri hluta sumars.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Tjaldstæði

Mögulegt er að fá að tjalda við eystra vatnið í samráði við landeiganda

Aðbúnaður við vatnið er alveg til fyrirmyndar, tvær flatir þar sem menn geta slegið upp tjöldum eða haft tjaldvagna. Snyrtilegir kamrar eru á báðum stöðum. Rennandi vatn er auðfengið og hægt að fá góðar upplýsingum um álitlega veiðistaði og ýmsan fróðleik á bænum

Veiðireglur

Menn eru vinsamlega beðnir að skilja ekki eftir sig rusl og það er stranglega bannað að aka utan vega. Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að fara beint niður að vatni en hafa Veiðikortið sýnilegt í bílglugga til þæginda fyrir veiðivörð. Lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiði úr bátum er bönnuð.

Handhafar Veiðikortsins mega aðeins veiða í Eystra vatninu að vestanverðu, þ.e.a.s í landi Gíslholts

 

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í Eystra-vatninu að vestanverðu, þ.e.a.s í landi Gíslholts

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hella: 18 km, Selfoss: 35 km, Reykjavík: 92 km og Akureyri: 462 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Bryndís Dyrving, Gíslholti s: 487-6553 & 847-5787

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Eystra Gíslholtsvatn

Tók í fyrsta kasti hjá Benedikt

Silungsveiði hefur víða gengið ágætlega og fiskurinn sem veiðist er vænn og kemur vel undan vetri. Flott veiði í Hlíðarvatn í Selvogi eins og við sögðum frá um daginn.  Hraunfjörðurinn

Lesa meira »
Shopping Basket