Staðará er í Staðarsveit, á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Hún er þekkt sjóbirtingsá og getur veiði í henni orðið ansi mögnuð en þó er undantekning á því. Í ánni er einnig nokkur bleikja og laxavon alltaf einhver. Sjóbirtingsveiðin er best neðan til í Staðará, helst alveg niður við ós. Lax og sjóblekja veiðast ofar í ánni og fara jafnvel alveg upp í Hagavatn. Þar veiðast einnig nokkrir sjóbirtingar á hverju sumri.