Dorgveiðin að byrja, hörkufrost dag eftir dag

Víða um land eru margir sem stunda dorgveiði sér til skemmtunar en hörku frost hefur verið víða um land síðustu daga, sunnanlands verið gaddur suma dagana.  Ísinn er að verða þykkri en það er betra að fara varlega og skoða stöðuna vel áður en farið er út á ísilagt vatnið til veiða.

„Já það er stutt í að hægt verði að veiða, skoðaði stöðuna um daginn og ísinn er orðinn þykkur víða,“ sagði dorgveiðimaður sem stundar veiðarnar oft á veturim og hefur gaman af. Veiðibúðirnar margar selja dót í dorgveiðina, maísbor og stangir og svo nær maður sér í rækju sem beytu eða bara góðan spún.  Betra að fara varlega og þá getur veiði í gegnum ísinn verið skemmtileg iðja, þú sérð vatnið alla vega frá öðru sjónarhorni.

„Ég fór fyrir nokkrum dögum og fékk flotta bleikju,“ sagði veiðimaður og ísinn verður betri með hverjum deginum. Í næstu viku er spáð hörkufrosti 10 til 18 gráðum og það þýðir bara eitt; ísinn verður traustari með hverjum deginum.

Um landið er dorgveiði stunduð töluvert, margir eiga bor og bregða sér stund og stund til að skoða stöðuna, dorga smá og fá kannski einn og einn. Við ætlum að skoða dorgveiði betur næstu daga og jafnvel skreppa á veiðar eina dagsstund.

Guðmundur Bjarkason, leiðsögumaður með flotta bleikju úr Mývatni /Mynd Helgi Héðinsson

Veiðar · Lesa meira