Eldislaxinn synti yfir 200 km. áður en hann gekk í veiðiá með viltum stofni

Ljósmyndin hér fyrir neðan er af strokulaxi sem slapp úr sjókví Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði og veiddist á stöng í Staðará í Steingrímsfirði í ágúst 2020. Eldislaxinn hefur því synt yfir 200 km áður en hann gekk í Staðará (sjá kort) hjá Icelandic Wildlife Fund.

Þeir lesendur sem fylgjast með  Facebooksíðu IWF og umræðum í athugasemdum, vita að þar fara reglulega mikinn, talsmenn sjókvíaeldisiðnaðarins og halda því meðal annars fram að sleppilax úr sjókvíunum syndi takmarkaða vegalengd. Ekki þarf að fara mörgum orðum um trúverðugleika þeirra, þegar svona staðreyndir liggja fyrir.

,,Sleppilaxinn úr sjókvínni í Dýrafirði var 3,9 kg hrygna og stefndi á kynþroska um haustið. Arctic Sea Farm er að stórum hluta í eigu félags sem skráð er á Kýpur, því þekkta skattaskjólssvæði. Ljósmyndin og upplýsingarnar um hana eru úr nýútkominni samantektarskýrslu Hafrannsóknastofnunar um vöktun vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2020.“ Segir í grein Icelandic Wildlife Fund.

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira