Elliðavatn að opna á sumardaginn fyrsta

„Ég held að ég sé búinn að fara fimm ferðir upp að Elliðavatni til að kíkja, staðan er fín þarna, mikið vatn og fiskur að vaka,“ sagði veiðimaður sem ætla að byrja að veiða strax frá fyrsta degi í vatninu. 

Einn og einn hefur tekið forskot á sæluna og aðeins reynt, sumir geta bara alls ekki beðið, þekki mjög marga svoleiðis veiðimenn á öllum aldri.

Veiðikortið er að bjóða í veiðigleði við Elliðavatn á sumardaginn fyrsta frá 10 til 14 og verður boðið upp á ýmislegt sem veiðimenn á öllum aldri hafa gaman af, veiði og hressingu. Um að gera að koma með veiðimenn á öllum aldri upp að vatni og leyfa þeim að renna fyrir fisk. Til þess er leikurinn gerður

Um helgina verður veiðinammi í Laugardalshöllinni að hætti Sigga Haugs, Flugur og veiði sýningin, þar sem verður boðið upp á ýmislefgt og örugglega sagðar nokkrar veiðisögur sem enginn gleymir.

Þarna verður hægt að skoða ýmislegt og sjá færustu fluguhnýtara landsins leika listir sínar við væsana. Þetta verður bara veisla sem er góð fyrir veiðisumarið sem enginn veit þó hvernig verður í veiðinni.

Staðan við Elliðavatn í gær í logninu /Mynd: María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira

Elliðavatn