Enn einn lax í Gljúfurá

„Við fjölskyldan förum árlega í Gljúfurá í Borgarfirði og höfum gert í nokkur ár. Alltaf jafn æðislegt. Margir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax hér,“ segir Egill Orri Guðmundsson 11 ára en hér er hann með fallega hrygnu úr staðnum Fjallgirðing.  „Ég hélt fyrst að þetta væri bara lítill urriði og dróg bara hratt inn en svo þegar hann kom nær þá var hann alveg vitlaus og rauk út aftur. Þá sá ég að þetta var lax,“ sagði Egill Orri.
Egill tók þennan lax á maðk en ætlar aò æfa fluguköstin í þessari ferð. Vonandi nær hann sínum fyrsta lax á flugu en pabbi hans, Guðmundur Björnsson, er að æfa drenginn í köstum.

Egill Orri með maríulaxinn sinn úr Gljúfurá í Borgarfirði. Áin hefur gefið 233 laxa.

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey