Gljúfurá er frábær þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Borgarfjarðar. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir bæði flugu- og maðkveiði. Þó svo að áin henti víða vel til fluguveiða hefur stærsti hluti laxveiðinnar oftast nær fengist á maðk. Gljúfurá er liðlega 20 kílómetra löng á með afar sérstökum upptökum, en hún klýfur sig út úr farvegi Langár um tvo kílómetra fyrir neðan Langavatn. Áin er fiskgeng um 11 kílómetra upp að Klaufhamarsfossi og þar eru um 60 merktir veiðistaðir hver öðrum skemmtilegri.
Gljúfurá í Borgarfirði komin með 150 laxa
,,Við fengum fjóra laxa og einn sjóbirting hollið, þetta var allt í lagi, það eru mest fiskar á miðsvæðinu og efsta, en minna á neðsta svæðinu“ sagði Jóhann Gísli Hermannsson