Gljúfurá í Borgarfirði komin með 150 laxa

,,Við fengum fjóra laxa og einn sjóbirting hollið, þetta var allt í lagi, það eru mest fiskar á miðsvæðinu og efsta, en minna á neðsta svæðinu“ sagði Jóhann Gísli Hermannsson  sem var á veiðislóð i Gljúfurá í Borgarfirði um helgina.  En áin hefur gefið 150 laxa og eitthvað af silungi.

,,Já höfum veitt hérna áður, fyrir tveimur árum og fengum þá fína veiði, þetta er skemmtileg veiðiá“ sagði Jóhann Gísli sem var við veiðar á efsta svæðinu í ánni, með Herti Pálssyni félaga sínum, þegar við hittum þá  við veiðar í ánni.

,,Það er búið að veiða á nokkrum stöðum í sumar og gengið bara ágætlega“ sagði Jóhann Gísli ennfremur og hélt áfram að kasta flugunni fimlega yfir veiðistaðinn. Allt gat skeð.  Veiðin í Gljúfra er hefur allt í lagi í sumar, holl fyrir nokkrum dögum veiddi 7 laxa.

Ef við rennum aðeins næsta nágrenni þá er Norðurá komin með 1230 laxa, Þverá 1040 laxa, Gufá  33 laxa, Brennan 100 laxa og Flókadalsá 166 laxa. Eða  eins og maðurinn sagði það má rigna lengi og vel, allavega í viku.

Ljósmynd/GB

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Gljúfurá í Borgarfirði