Er laxinn að verða áhugalausari með hverju árinu?

Mörg dæmi um það í sumar

Laxveiðin hefur oft verið fjörlegri víða en í sumar og veiðimenn að fá fleiri laxa en á þessu sumri. Mörg dæmi eru um að laxar hafi verið verulega áhugalausir að taka agn veiðimanna, nýkomnir uppí ána. Eins og t.d. neðarlega í Haukadalsá fyrr í sumar, 25-30 laxar að skríða upp, og enginn þeirra hafi minnsta áhuga.  Sama hvað veiðimaðurinn kastaði á þá í hylnum.

Í Leirvogsá fyrir skömmu voru neðarlega í einum hylnum líkalega 150 til 200 laxar og þeir voru flestir nýgengir í ána, þeir höfðu  engan áhuga. Frábær sjón, fiskur við fisk, en fluguna og maðkinn litlu þeir varla við. Og fiskurinn hefur tekið grannt í sumar en það hefur hann reyndar gert áður, menn og konur hafa sett í 15, 20 og 25 fiska en misst þá alla, takan er verulega grönn, þegar einhver áhugi er sýndur hjá fisknum.

Við vorum í Miðá  í Dölum um daginn og fiskur var að koma inn á hverju flóði, við vorum neðarlega í ánni og laxar voru að renna sér inn í hylinn glænýrir  og voru að snúa af sér lúsina. En þeir tóku ekki neitt, það var blanka logn, sama hvað var reynt, ég smækkaði fluguna, ekkert skeði  en fiskurinn stökk og stökk.

Þetta var tignarleg sjón, flott veður, ég var kominn niður í mjög smáa flugu, þá tók einn lax en en sleppti flugunni strax og hann tók aftur, síðan skeði ekki neitt. Sjónin var flott þarna við hylinn er takan enginn. Og þetta hefur maður  heyrt frá fleiri veiðimönnum í sumar, mikið af fiski,  en tekur ekkert eða illa.

Veiðimenn voru í laxveiðiá um daginn ágæt vatn en fiskurinn tók ekkert, svona er bara veiðin núna, minni laxveiðin og litlar tökur víða. Þetta lagast vonandi fyrr en seinna.

Sem betur fer er þetta ekki allstaðar,  en fiskurinn mætti vera áhugasamri.

Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira